Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 12:00

LET: Aditi skrifaði sig í golfsögubækurnar – sigraði á Hero Women´s India Open

Aditi Ashok skrifaði sig í golfsögubækurnar þegar hún varð fyrsti kylfingurinn frá Indlandi til þess að sigra á móti á Evrópumótaröðinni í morgun.

Ashok spilaði á samtals 3 undir pari, 213 höggum (72 69 72).

Þetta var mótið sem Ólafía okkar Þórunn Kristinsdóttir, GR, tók þátt í og komst ekki í gegnum niðurskurð, en aðeins munaði 1 höggi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Indlandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Indlandi

Bandaríski kylfingurinn Brittany Lincicome og spænski kylfingurinn Belen Mozo deildu 2. sætinu á 2 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Women´s India Open SMELLIÐ HÉR: