LET: Aditi Ashok valin nýliði ársins 2016
Aditi Ashok hlaut Omega úrið sitt sem nýliði ársins á LET.

Aditi Ashok ánægð með „nýliða ársins á LET titilinn“ með Omega úrið sem fylgir titlinum. Hún er búin að vera frábær 2016! Mynd: Tristan Jones
Hin 18 ára Aditi Ashok frá Bangalore á Indlandi sigraði m.a. tvívegis í röð á LET nú á árinu þ.e. á Hero Women’s Indian Open og var fulltrúi Indverja á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
Á lokamóti LET á árinu 2016, sem lauk í gær varð Aditi í 3. sæti ásamt Florentynu Parker frá Englandi. Allt í allt varð hún í 2. sæti á stigalista LET. Glæsilegur árangur þetta hjá nýliða ársins á LET!!!
Aditi tók líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir þátt í lokaúrtökumóti LPGA – en hlaut aðeins takmarkaðan spilarétt á LPGA.
Hin nýja golfstjarna sagði eftir að hafa hlotið titilinn „Nýliði ársins“: „Augljóslega hlýt ég mikla athygli, sérstaklega eftir Ólympíuleikana. Mikið af fólki vill skrifa um mig vegna þess að ég var á Ólympíuleikunum og ekki aðeins út af kvennagolfinu. Að þessu leyti held ég að golf sé að verða vinsælla á Indlandi. Mér finnst það gott og ég reyni bara að takast á við þetta (athyglina) eins vel og ég get.„
„Jafnvel fyrir Ólympíuleikana var ég að spila í LET mótum og mér gekk ágætlega en það vakti ekki áhuga á þeim tíma. En augljóslega eftir að ég spilaði á Ólympíuleikunum vildu allir vita hvað ég var að gera vegna þess að „Ólympíufarinn sem var í forystu eftir 2 daga er nú að spila hér.“ Ég held að það hafa skipt sköpum og vonandi heldur áhuginn áfram að vaxa ekki aðeins á mér heldur á öllum kvenkylfingum í Indlandi.“
Aditi hlakkar nú bara til að taka sér frí áður en hún snýr aftur til keppni 2017. Hún bætti við: „Ég hef verið að spila í fullt af mótum og hef verið að spila vel í þeim öllum. Ég hugsa að það sé það sem hjálpar mér áfram. Eftir það fæ ég frí þannig að það er gott. Ég hlakka bara til að fara heim. Verja 3-4- vikum heima og æfa. Ég fæ líka nýjan dræver og 3-tré úr nýju 917 línunni, þannig að ég hlakka til að æfa með nýju kylfunum.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
