Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2016 | 09:00

LET: Aditi Ashok sigraði í Qatar

Indverski kylfingurinn Aditi Ashok gerir ekki endasleppt.

Hún sigraði nú nýverið á „heimavelli“ í Delhi á Hero Women´s Indian Open og sigrar nú tvö mót í röð þ.e. hún sigraði líka í dag á Qatar Ladies Open – Glæsilegt hjá Aditi!

Sigurskor hennar var 15 undir pari, 273 högg (70 66 68 69).

Ein í 2. sæti urðu „Íslandsvinurinn“ Caroline Hedwall frá Svíþjóð og Lydia Hall frá Wales, báðar 3 höggum á eftir á samtals 12 undir pari, 276 höggum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Qatar Ladies Open SMELLIÐ HÉR: