
LET: Aditi Ashok sigraði á Magical Kenya Ladies Open – Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð
Magical Kenya Ladies Open var fyrsta mótið á dagskrá Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET).
Mótið fór fram dagana 2.-5. febrúar 2023 í Vipingo Ridge í Kenya.
Sigurvegari mótsins var hin indverska Aditi Ashok, en sigurskor hennar var 12 undir pari, 280 högg (67 70 69 74).
Hún átti heil 9 högg á þær sem næstar komu, þær April Angurasaranee frá Thailandi og Alice Hewson frá Englandi, sem báðar spiluðu á 3 undir pari, 289 höggum.
Fyrir sigurinn hlaut Aditi €300.000,-
Aditii Ashok er fædd 29. mars 1998 í Bangalore, Kamataka á Indlandi og er því 24 ára. Þetta er 4. sigur hennar á LET og 6 atvinnumannssigur hennar. Aditi var á LPGA á sama tíma og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var meðal keppenda á þessu fyrsta móti LET 2023, en hún náði því miður ekki niðurskurði. Guðrún Brá lék fyrstu tvo hringina á samtals 18 yfir pari (84 80) en til að ná niðurskurði þurfti að spila á samtals 9 yfir pari eða betur.
Sjá má lokastöðuna á Magical Kenya Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023