LET: Aditi Ashok sigraði á lokaúrtökumótinu – Kynning á nýju stúlkunum á LET 2016!
Líkt og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „nýju“ stúlkurnar á LET.
Í ár verða það sko sérstök gleðiskrif því meðal þeirra 31, sem hlutu fullan þátttökurétt á næststerkustu kvenmótaröð heims er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR.
Það voru aðeins 30 efstu og þær sem jafnar voru í 30. sæti sem hlutu fullan keppnisrétt á Ladies European Tour eða Evrópumótaröð kvenna eins og hún nefnist á okkar ilhýra. Alls voru 31 sem hlutu fullan keppnisrétt og þurfti að vera á samtals heildarskori upp á 3 undir pari eða betur til þess að komast í gegn. Ólafía Þórunn var á 4 undir pari og því ekki meðal þeirra 4 sem deildu 28. sætinu, heldur þeirra meðal þeirra þriggja sem deildu 25. sætinu. Stórglæsilegt hjá Ólafíu Þórunni!!!
Þetta er óendalega mikið og stórt afrek hjá Ólafíu og glæsilegt fyrir íslenskt kvennagolf, enda allir að rifna úr stolti yfir Ólafíu Þórunni, sem eins og svo margoft hefur komið fram á þetta svo margfalt og innilega skilið.
Það er mikill agi, vinnusemi og dugnaður sem hefir skilað Ólafíu þangað sem hún er nú komin; en þess utan er það ekki aðeins tæknin heldur líka andlega hlið hennar sem er sterk; en allir sem einhvern tímann hafa þó ekki nema í nokkrar mínútur umgengist Ólafíu skynja hversu skemmtilegur og góður kvenkylfingur er þar á ferð! Hún hefur til að bera þessa geislandi golforku sem smitar út frá sér og finnst ekki nema hjá einstaka kylfingi.
Það er vonandi að afrek Ólafíu virki hvetjandi á ungar stúlkur og þær leggi í ríkari mæli golfíþróttina fyrir sig.
Þess ber svo loks að geta að sú sem sigraði í Q-school þ.e. lokaúrtökumótinu er Aditi Ashok, en þetta er í fyrsta sinn í golfsögunni að kylfingur frá Indlandi lendir í efsta sæti á LET! Aditi lék á glæsilegu heildarskori upp á 23 undir pari! Aditi setti líka aldursmet en hún er sú yngsta til þess að sigra á lokaúrtökumóti LET, aðeins 17 ára.
Þær 31 sem hlutu kortin sín í Marrakech í Marokkó eftir 5 hringja baráttu á Samanah og Amelkis golfvöllunum eru eftirfarandi:
1 Aditi Ashok (a) Indland F -23 (68 69 62 68 70) 337
2 Daisy Nielsen Danmörk F -20 (68 66 71 69 66) 340
3 Karolin Lampert Þýskaland F -18 (67 65 66 68 76) 342
4 Nuria Iturrios Spánn F -15 (72 67 70 66 70) 345
5 Annabel Dimmock England F -13 (71 66 72 69 69) 347
5 Kelsey Macdonald Skotland F -13 (67 70 69 71 70) 347
7 Gemma Dryburgh Skotland F -12 (71 66 72 71 68) 348
7 Emily Talley Bandaríkin F -12 (68 69 70 69 72) 348
9 Noemi Jimenez Martin Spánn F -11 (71 66 72 72 68) 349
10 Justine Dreher Frakkland F -10 (68 66 69 77 70) 35
11 Anaelle Carnet Frakkland F* -9 (72 73 70 73 63) 351
11 Maha Haddioui Marokkó F -9 (71 71 70 70 69) 351
11 Rosie Davies England F -9 (69 74 67 69 72) 351
14 Carmen Alonso Spánn F -8 (73 68 70 71 70) 352
15 Laura Jansone Lettland F -7 (68 74 68 71 72) 353
15 Leticia Ras-Andérica Spánn F -7 (70 73 67 71 72) 353
17 Kanphanitnan Muangkhumsakul Thaíland F -6 (72 67 73 72 70) 354
17 Jessica Bradley (a) England F -6 (69 71 70 73 71) 354
17 Agathe Sauzon Frakkland F -6 (72 69 74 68 71) 354
17 Nobuhle Dlamini Sviss F -6 (69 69 69 74 73) 354
17 Caroline Rominger Sviss F -6 (67 68 73 72 74) 354
22 Ariane Provot Frakkland F -5 (69 68 75 73 70) 355
22 Charlotte Thompson England F -5 (69 74 72 69 71) 355
22 Oona Vartiainen Finnland F -5 (69 69 70 72 75) 355
25 Fabienne In-Albon Sviss F -4 (70 70 74 72 70) 356
25 Olafia Þórunn Kristinsdottir Ísland F* -4 (74 69 73 71 69) 356
25 Angel Yin (a) Bandaríkin F* -4 (75 71 72 70 68) 356
28 Ainil Bakar Malasíu F -3 (70 70 72 72 73) 357
28 Johanna Bjork Svíþjóð F -3 (71 70 70 70 76) 357
28 Lien Willems Belgía F* -3 (70 73 72 74 68) 357
28 Lauren Taylor England F* -3 (78 70 73 68 68) 357
Af þeim 31, sem fengu fullan keppnisrétt á LET eru flestar frá Englandi 5; næstflestar frá Spáni 4 og Frakklandi 4; síðan Sviss 3; Skotland 2 og Bandaríkin 2; frá Belgíu 1; frá Danmörku 1; frá Finnlandi 1; frá Indlandi 1; frá Íslandi 1; frá Lettlandi 1; frá Malasíu 1; frá Marokkó 1; frá Svíþjóð 1; frá Thaílandi 1 og frá Þýskalandi 1.
Alls voru stúlkurnar 31, sem hlutu LET kortin því frá 17 ólíkum þjóðlöndum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
