
LET: Aditi Ashok, Becky Brewerton og Stefania Croce í efsta sæti eftir 1. dag Hero Women´s Indian Open
Það eru 3 stúlkur sem deila forystunni eftir 1. dag Hero Women´s Indian Open: ung 14 ára indversk stúlka að nafni Aditi Ashok og aðeins reyndari kylfingar Becky Brewerton frá Wales og Stefania Croce frá Ítalíu.
Spilað er á DLF golfvellinum í Gurgaon á Indlandi og standa þrjár kvenmótaraðir að mótinu Women’s Golf Association of India (WGAI), Ladies Asian Golf Tour (LAGT) og Ladies European Tour (LET).
Aditi hlaut 5 fugla, 11 pör og 2 skolla á frábærum hring sínum og ef henni tækist að sigra mótið yrði hún yngsti sigurvegari á LET, en hins vegar ekki á Asíumótaröðunum því þar hefir hún þegar sigrað í ágúst 2010, þá 13 ára.
Hópur 6 kylfinga deilir 4. sætinu á 2 undir pari, 70 höggum, hver… en það eru þær: Palakawong Na Ayutthaya Jaruporn, Stacey Keating, Becky Morgan, Liebelei Lawrence frá Luxembourg, Florentyna Parker og Bree Arthur.
Tíunda sætinu deilir síðan annar 6 kylfinga hópur með golfdrottninguna Lauru Davies í broddi fylkingar, allar á 1 undir pari, 71 höggi.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Hero Women´s Indian Open SMELLIÐ HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023