Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 18:15

LET: Aditi Ashok, Becky Brewerton og Stefania Croce í efsta sæti eftir 1. dag Hero Women´s Indian Open

Það eru 3 stúlkur sem deila forystunni eftir 1. dag Hero Women´s Indian Open: ung 14 ára indversk stúlka að nafni Aditi Ashok og aðeins reyndari kylfingar Becky Brewerton frá Wales og Stefania Croce frá Ítalíu.

Spilað er á DLF golfvellinum í Gurgaon á Indlandi og standa þrjár kvenmótaraðir að mótinu Women’s Golf Association of India (WGAI), Ladies Asian Golf Tour (LAGT) og Ladies European Tour (LET).

Aditi hlaut 5 fugla, 11 pör og 2 skolla á frábærum hring sínum og ef henni tækist að sigra mótið yrði hún yngsti sigurvegari á LET, en hins vegar ekki á Asíumótaröðunum því þar hefir hún þegar sigrað í ágúst 2010, þá 13 ára.

Hópur 6 kylfinga deilir 4. sætinu á 2 undir pari, 70 höggum, hver… en það eru þær:  Palakawong Na Ayutthaya Jaruporn, Stacey Keating, Becky Morgan, Liebelei Lawrence frá Luxembourg, Florentyna Parker og Bree Arthur.

Tíunda sætinu deilir síðan annar 6 kylfinga hópur með golfdrottninguna Lauru Davies í broddi fylkingar, allar á 1 undir pari, 71 höggi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Hero Women´s Indian Open SMELLIÐ HÉR: