Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2014 | 11:55

LET Access: Valdís Þóra á 73 e. 1. hring í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf í dag keppni á Open Generali de Dinard mótinu.

Mótið fer fram í hitabylgjunni í  Dinard Golf Club í  Saint Briac Sur Mer, í Frakklandi.

Valdís Þóra lék 1. hring á Dinard golfvellinum á 4 yfir pari, 73 höggum.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 4 skolla og einn slæman skramba.

Sem stendur er Valdís Þóra í 29. sæti en það getur enn breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka keppni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Open Generali de Dinard mótinu SMELLIÐ HÉR: