Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 00:30

LET Access: Valdís Þóra úr leik

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, komst ekki í gegnum niðurskurð á OCA Augas Santas International Ladies Open, sem fram fer á  Augas Santas Balneario & Golf golfstaðnum í Lugo á Spáni.

1-a-OCA

Valdís Þóra lék fyrsta hring á 7 yfir pari, 77 höggum og annan hringinn í dag 4 höggum betur á 73 höggum. Það dugði þó því miður ekki til.

Samtals lék Valdís Þóra á 10 yfir pari, 150 höggum (77 73).

Niðurskurður var miðaður við 6 yfir pari og Valdís Þóra því 4 höggum frá því að komast í gegn.

Sjá má stöðuna á OCA Augas Santas International Ladies Open með því að SMELLA HÉR: