Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 03:00

LET Access: Valdís Þóra T-8 á sléttu pari – Ólafía Þórunn +2 e. 1. dag á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er T-8 þ.e. í 8.-18. sætinu eftir 1. dag á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open, sem er mót á LET Access mótaröðinni.

Leikið er í Augas Santas Balneario & Golf Resort í Lugo, á Spáni og eru keppendur 107 (eða 105 þar sem tvær hafa dregið sig úr mótinu.

Valdís Þóra lék á sléttu pari, 70 höggum, fékk glæsiörn á par-5 7. brautinni og einn fugl en síðan því miður líka 2 skolla.

Ólafía Þórunn, lék 1. hringinn á 2 yfir pari, 72 höggum og er T-29 þ.e. í 29.-38. sætinu.

Ólafía Þórunn fékk 2 skolla og 1 fugl (einnig á par-5 7. brautinni, sem virðist reynast stúlkunum okkar góð braut!)

Efst eftir 1. dag er heimakonan, spænski áhugakylfingurinn Luna Sobron, sem lék á 5 undir pari, 65 höggum!

Til þess að sjá stöðuna á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open SMELLIÐ HÉR: