Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2016 | 07:12

LET Access: Valdís Þóra T-8 á Azor-eyjum e. 1. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tekur þátt í Azores Ladies Open 2016, sem er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið, sem hófst í gær 30. september 2016,  fer fram á Azor-eyjum.

Valdís Þóra lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk slæman skramba, 7-u á par-4 1. holuna og síðan 4 fugla, 9 pör og 4 skolla.

Valdís Þóra er T-8  eftir 1. dag, þ.e. deilir 8. sætinu með 6 öðrum kylfingum, sem er glæsileg byrjun!!!

Í efsta sæti er finnska stúlkan Leena Makkonen, en hún lék á 2 undir pari, 70 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: