Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 19:00

LET Access: Valdís Þóra T-27 e. 2. dag á WPG Int. Challenge

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk 2. hring í dag á WPG International Challenge mótinu, sem fram fer  í Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa, í Englandi.

Hún er búin að spila á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (72 73).

Í dag lék Valdís Þóra á 73 höggum, fékk 3 fugla og 4 skolla.

Forystunni í mótinu eftir 2. dag deila 3 kylfingar, þær Lydia Hall frá Wales, Noemi Jimenez frá Spáni og hin skoska Michelle Thomson, allar á 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á WPG International Challenge mótinu SMELLIÐ HÉR: