Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 18:00

LET Access: Valdís Þóra T-18 e. 1. dag á Englandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hóf keppni í dag á WPGA International Challenge mótinu. ‘

Mótið fer fram á Stoke by Nayland Golf and Spa golfvellinum í Englandi, dagana 28.-30. september 2017.

Valdís Þóra lék á sléttu pari, 72 höggum, fékk 3 fugla og 3 skolla og er T-18 eftir 1. dag.

Lydia Hall frá Wales leiðir eftir 1. dag, á 7 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á WPGA International Challenge mótinu SMELLIÐ HÉR: