Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 21:55

LET Access: Valdís Þóra lék á 6 yfir pari á Ingarö Ladies Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tekur þátt í Ingarö Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Valdís Þóra lék 1. hring á 6 yfir pari, 76 höggum.

Hún fékk 1 fugl og 7 skolla á hringnum.

Efst eftir 1. dag er  sænski áhugamaðurinn Cajsa Persson, á 4 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Ingarö Ladies Open SMELLIÐ HÉR: