Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 20:15

LET Access: Valdís Þóra lauk leik T-21 í Svíþjóð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL komst í gegnum niðurskurð á Borås Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið fór fram Borås golfklúbbnum í Svíþjóð, stóð dagana  3.-5. júlí 2015 og lauk því í dag. Þátttakendur voru 113.

Valdís Þóra lék samtals á 6 yfir pari, 222 höggum (81 68 73). Hún varð T-21 þ.e. deildi 21. sæti með heimakonunum Annelie Sjöholm og Emmy Ottosson.

Það var síðan þýska stúlkan með enska nafnið Olivia Cowan sem sigraði í mótinu á samtals 7 undir pari, 209 höggum (68 69 72).

Sjá má lokastöðuna á Borås Ladies Open með því að SMELLA HÉR: