Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 18:24

LET Access: Valdís Þóra lauk leik í 9. sæti í Grikklandi – á glæsilegum 68 höggum!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk leik í dag á Grecotel Amirandes Ladies Open, en mótið fór fram í Crete Golf Club í Hersonissos, Grikklandi.

Mótið stóð dagana 10.-12. október 2014. Þáttakendur voru 62.

Valdís Þóra lék á samtals 3 yfir pari ,216 höggum (77 71 68) og lauk leik í 9. sætinu!!!

Glæsilegur topp-10 árangur hjá Valdísi Þóru!!!

Sjá má lokastöðuna á Grecotel Amirandes Ladies Open með því að  SMELLA HÉR: