Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 16:15

LET Access: Valdís Þóra lauk keppni í 26. sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL lauk í dag keppni á  Açcores Ladies Open á Azor-eyjumni Sao Miguel í Portúgal, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Leikið var á Golf de Batalha og voru þátttakendur um 50.

Valdís Þóra lék á samtals 20 yfir pari, 236 höggum (75 78 83) og lauk keppni ein í 26. sæti.

Tonje Daffinrud frá Noregi sigraði á samtals 4 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Açcores  Ladies Open með því að SMELLA HÉR: