Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 15:45

LET Access: Valdís Þóra komst g. niðurskurð!!!

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, komst nú rétt í þessu í gegnum niðurskurð á Norrporten Ladies Open.

Valdís lauk 2. hring á 2 yfir pari, 73 höggum.

Samtals hefir Valdís Þóra spilað á 3 yfir pari, 145 höggum (72 73) og er T-19.

Í efsta sæti á 2. keppnisdegi er enski kylfingurinn Charlotte Thompson, (samtals -8 (71 63)) en mótið er gríðarlega sterkt og margir LET-kylfingar meðal keppenda.

Til þess að sjá stöðuna á 2. keppnisdegi Norrporten Ladies Open SMELLIÐ HÉR: