Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 12:45

LET Access: Valdís Þóra komst ekki g. niðurskurð á NordicTrack Open de Strasbourg 2016

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni komst ekki í gegnum niðurskurð á NordicTrack Open de Strasbourg 2016 mótinu.

Mótið er mót vikunnar á LET Access mótaröðinni.

Valdís Þóra lék á 3 yfir pari (70 77) og má fullyrða að seinni hringur hennar upp á 5 yfir pari, 77 högg hafi ráðið úrslitum um að hún fór ekki gegnum niðurskurðinn, sem miðaður var við 2 yfir pari eða betra. Eru það vonbrigði en Valdís Þóra var áður búin að spila á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum!

Mótið er mjög sterkt og margir keppenda sem keppt hafa á LET, m.a. finnska stúlkan Sanna Nuutinen, sem er í einu af efstu sætunum ásamt hinni ensku Kiran Matharu.

Sjá má stöðuna á NordicTrack Open de Strasbourg 2016 mótinu með því að SMELLA HÉR: