Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2018 | 22:00

LET Access: Valdís Þóra T-8 e. 2. dag í Tékklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL,  er í góðri stöðu fyrir lokahringinn á AXA mótinu sem fram fer í Tékklandi.

Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.

Valdís hefur leikið fyrstu tvo hringina af alls þremur á samtals 4 undir pari 140 höggum (73 67).

Íslandsmeistarinn 2017 fékk alls sex fugla á hringnum í dag og er hún T-8 þ.e. jöfn 7 öðrum kylfingum í 8. sæti eftir 2. dag.

Efst í mótinu fyrir lokahringinn er spænski kylfingurinn Carmen Alonso – Sjá kynningu á Golf 1 á Alonso með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má heildarstöðuna í AXA mótinu með því að SMELLA HÉR: