Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 10:53

LET Access: Valdís Þóra í einu af efstu sætum í Tyrklandi e. 2. dag!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Mineks & Regnum Ladies Classic, sem fer fram National Golf Club í Belek, Antalyu, Tyrklandi.

Mótið stendur dagana 5.-7. september 2014 og þátttakendur eru 81.

Valdís Þóra lék 1. hring í gær á 5 yfir pari, 78 höggum en National golfvöllurinn er par-73.

Síðan lék hún 2. hringinn í morgun á sléttu pari, 73 höggum, sem er stórglæsilegt, en þar með flaug hún í gegnum niðurskurð og gerði gott betur, er þegar þetta er skrifað (10:50 að íslenskum tíma) í 13. sæti, sem er besti árangur hennar á LET Access til þessa!!!

Samtals er Valdís Þóra á skori upp á 5 yfir pari, 151 höggi (78 73) eftir 2. keppnisdag.

Sætisröð Valdísar Þóru getur enn breyst, þar sem nokkrar eiga eftir að ljúka leik – línur eru þó orðnar svo skýrar að  ljóst er að hún er komin í gegnum niðurskurð.

Oh, við erum öll svo stolt af Valdísi Þóru – vel gert og áfram svona á morgun!!!

Til þess að fylgjast með árangri Valdísi Þóru í Tyrklandi  SMELLIÐ HÉR: