Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 08:00

LET Access: Valdís Þóra hefur leik í dag í Svíþjóð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leik í dag á Elisefarm Ladies Open sponsored by Fanny Sunesson, en mótið er hluti LET Access mótaraðarinnar.

Valdís Þóra á rástíma kl. 12:50 að staðartíma sem er kl. 14:50 að íslenskum tíma.

Keppt er í Elisefarm golfklúbbnum í  Hörby í Skåne.

Mótið er sterkt; mikið af kylfingum sem keppt hafa eða eiga/hafa átt keppnisrétt á LET, mikið af heimakonum þ.e. sænskum kylfingum og öðrum þekktum t.a.m. spilar Nina Muehl frá Austurríki í mótinu, en Nina hefir m.a. spilað í móti hér á Íslandi.

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á skortöflu með því að SMELLA HÉR: