Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2017 | 12:00

LET Access: Valdís Þóra hefur keppni nk. fimmtudag í Sviss

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hefur keppni á fimmtudaginn á LET Access mótaröðinni en að þessu sinni verður leikið í Sviss. Mótið sem Valdís Þóra keppir í heitir VP Bank Ladies Open 2017 .

LET Access mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni, þar sem Valdís Þóra er með keppnisrétt.

Valdís Þóra hefur leikið á þremur mótum á LET Evrópumótaröðinni og komist í gegnum niðurskurðinn á þeim öllum.

Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á LET Access mótaröðinni á þessu ári.

Hún lék á móti í Frakklandi í mars en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Valdís Þóra hefur keppni kl. 9:47 að staðartíma (kl. 7:47 hér heima á Skerinu) á fimmtudag í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Sviss.

Fylgjast má með Valdísi Þóru á VP Bank Ladies Open 2017 með því að SMELLA HÉR: