Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 12:30

LET Access: Valdís Þóra fer út kl. 12:49 í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik í dag,  fimmtudaginn 1. júní 2017, á Jabra Ladies Open mótinu, sem er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni – sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Mótið, sem fram fer í Evian í Frakklandi, er einnig úrtökumót fyrir Evian risamótið sem fram fer í september í Frakklandi.

Valdís Þóra hefur glímt við veikindi undanfarnar vikur en er bjartsýn á komandi verkefni.

Völlurinn er í frábæru ástandi og er virkilega krefjandi,“ segir Valdís m.a. á fésbókarsíðu sinni. Hún á rástíma kl. 12:49 í dag (1. júní 2017)  og 9:09 á morgun (2. júní 2017), en mótið stendur yfir í þrjá daga.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Valdís með því að SMELLA HÉR: 

Valdís er, sem kunnugt er, með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu. Hlé er á keppnishaldinu á LET Evrópumótaröðinni, en næsta mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram í Thaílandi í byrjun júní.