Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2017 | 18:00

LET Access: Valdís Þóra efst e. 1. dag á Spáni!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf í dag keppni á lokamóti Santander Golf Tour (SGT) í Valencia á Spáni.

Hún náði þeim stórglæsilega árangri að landa efsta sætinu eftir 1. dag.

Hún lék 1. hringinn á 6 undir pari, 66 höggum og á 3 högg á þá sem er í .2 sætinu, Emmu Nilson frá Svíþjóð.

Á 1. glæsihring sínum í mótinu fékk Valdís Þóra 1 örn, 5 fugla og 1 skolla.

Til þess að sjá stöðuna á lokamóti SGT SMELLIÐ HÉR: