Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 13:00

LET Access: Valdís Þóra 1 höggi frá að ná niðurskurði

Valdís Þóra Jónsdóttir , GL, tók þátt í Pilsen Golf Challenge í Tékklandi, en mótið er á LET Access mótaröðinni.

Valdís Þóra lék á samtals 6 yfir pari, 148 höggum (71 77) og var aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð.

Niðurskurður miðaðist við 5 yfir par.

Í efsta sæti eftir 3 hringi er Melody Bourdy systir franska kylfingsins Grégory Bourdy, en systkinin leika bæði á Evrópumótaröðum.

Næsta LET Access mót Valdísar Þóru er eftir viku.

Til þess að sjá stöðuna í Pilsen Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: