Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2014 | 20:30

LET Access: Valdís Þóra lék 2. hring á 73 höggum!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tekur þátt í Open Generali de Dinard mótinu.

Mótið fer fram í hitabylgjunni í  Dinard Golf Club í  Saint Briac Sur Mer, í Frakklandi.

Valdís Þóra er samtals búin að spila á 8 yfir pari, 146 höggum (73 73) og er í 46.-52. sæti í mótinu.

Á hringnum í dag fékk Valdís Þóra 3 fugla og 7 skolla.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Open Generali de Dinard mótinu SMELLIÐ HÉR: