Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2015 | 07:00

LET Access: Valdís lauk keppni T-16 í Finnlandi og Ólafía T-30

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL luku keppni í HLR Golf Academy mótinu sem fram fór í Hill Side Golf & Country Club, í Vihti, Finnlandi, en mótið er hluti af LET Access.

Leikið var á Valley vellinum og er par vallar 71.

Valdís Þóra lék samtals á 6 yfir pari, 219 höggum (69 78 72) og varð T-16.

Ólafía Þórunn lék samtals á 8 yfir pari 221 höggi (70 76 75) og varð T-30.

Sigurvegari í mótinu varð hollenska stúlkan Anne Van Dam á samtals 6 undir pari (72 62 73).

Til þess að sjá lokastöðuna á HLR Golf Academy mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót á LET Access er 2. október nk. á Azora-eyjum í Portúgal.