Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 12:15

LET Access: Valdís T-12 og Ólafía T-23 eftir lokadaginn á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hafa báðar lokið 3. hring á  Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open mótinu á Spáni.

Mótið fór fram dagana 29. apríl – 1. maí 2015 og lauk því í dag.

Valdís Þóra varð T-12 þ.e. deildi 12. sætinu með 3 öðrum kylfingum en hún lék hringinn í dag á sléttu pari, 70 höggum.

Samtals lék Valdís Þóra á 3 undir pari, 213 höggum (70 73 70).

Ólafía Þórunn hélt uppteknum hætti, lék á 2 yfir pari, 72 höggum líkt og fyrri tvo hringi sína.

Hún lék samtals á 6 yfir pari, 216 höggum (72 72 72) og varð T-23 þ.e. deildi 23. sætinu með 7 öðrum kylfingum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open SMELLIÐ HÉR: