Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2019 | 07:00

LET: Valdís hefur leik á Opna franska

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik á Lacoste Ladies Open de France mótinu í dag kl. 10:06 að staðartíma (sem er kl. 8:06 að íslenskum tíma) þ.e. fer út eftir u.þ.b. 1 klukkustund.

Við sendum henni auðvitað alla okkar bestu strauma!!!

Í ráshóp með Valdísi Þóru eru þær Ana Menendez frá Mexíkó og Noemi Jimenez Martin frá Spáni.

Keppnisstaður er Chateaux golfvöllurinn á Médoc golfsvæðinu í Frakklandi.

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á Lacoste Ladies Open de France á skortöflu með því að SMELLA HÉR: