Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2016 | 01:00

LET Access: Valdís lauk leik í 12. sæti í Svíþjóð!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tók þátt í Elisefarm Ladies Open í Hörnby í Svíþjóð.

Valdís lauk leik á sléttu pari, 216 höggum (74 70 72).

Hún varð T-12 þ.e. deildi 12. sætinu með Csillu Lajtai-Rozsa frá Ungverjalandi og Astrid Vayson de Pradene frá Frakklandi.

Í efsta sæti varð Laura Murray en hún lék á samtals 7 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Elisefarm Ladies Open með því að SMELLA HÉR: