Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 18:00

LET Access: Valdís lauk keppni í 4. sæti í Tékklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tók þátt í Foxconn Czech Ladies Challenge, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið stóð daganna 22.-24. júní 2017 og fór fram í Casa Serena golfklúbbnum, í Kutná Hora, í Tékklandi.

Valdís Þóra lék  á samtals 4 undir pari, 138 höggum (68 70) – Eldur kom upp í klúbbhúsi mótsstaðarins þannig að ákveðið var að fella niður lokahringinn.

Valdís Þóra lauk því keppni  í 4. sæti.  Sem laun fyrir góðan árangur hlaut Valdís Þóra tékka upp á € 1,535.00 (u.þ.b. 183.000 íslenskar krónur).

Til þess að sjá lokastöðuna á Foxconn Czech Ladies Challenge SMELLIÐ HÉR: