Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 13:00

LET Access: Valdís komst ekki g. niðurskurð á WPGA Int. Challenge

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, komst ekki gegnum niðurskurð á WPGA International Challenge mótinu, sem er hluti LET Access.

Spilað er á Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa, í Stoke by Nayland í Englandi.

Valdís Þóra lék samtals á 10 yfir pari, 154 höggum (82 72).

Niðurskurður var miðaður við samtals 5 yfir pari eða betra og Valdís Þóra því 5 svekkjandi höggum frá því að fara í gegn.

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: