Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2016 | 07:30

LET Access: Valdís á 74 e. 1. dag í Svíþjóð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék 1. hringinn á Elisefarm Ladies Open, í Svíþjóð í gær, sem er mót vikunnar á LET Access.

Þátttakendur í mótinu eru 104.

Valdís Þóra lék á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 3 fugla, 3 skolla og 1 skramba.

Hún er sem stendur T-56 og er rétt undir niðurskurðarlínunni, eins og staðan er nú.

Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með  gengi Valdísar og stöðunni á Elisefarm Ladies Open með því að  SMELLA HÉR: