Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 13:00

LET Access: Valdís á 74 á 1. degi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefir lokið 1. hring á Larvik Ladies Open.

Valdís Þóra lék á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-38 sem stendur (kl. 13:00 að íslenskum tíma), en sætisröð hennar á eflaust eftir að breytast þar sem svo margar eiga eftir að ljúka leik.

Á hringnum fékk Valdís Þóra glæsiörn á par-5 7. braut Larvik-vallarins, en líka 2 fugla og 4 skolla og 1 skramba. Nokkuð skrautlegt skorkort!

Ólafía Þórunn á eftir að ljúka leik.

Fylgjast má með stöðunni á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR: