Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 03:00

LET Access: Slæm byrjun hjá Guðrúnu Brá og Valdísi Þóru á Terre Blanche mótinu

 Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili  og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hófu leik í gær á LET Access mótaröðinni.

Mótið heitir Terre Blanche Ladies Open 2018 og fer fram á samnefndum velli í Tourrettes, Frakklandi. LET Access mótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni.

Valdís lék á 5 yfir pari, 77 höggum og er í 73. sæti.

Guðrún Brá lék á 8 yfir pari, 80 höggum og er í 105. sæti.

Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá keppir sem atvinnukylfingur en Valdís Þóra hóf atvinnumannaferil sinn á þessari mótaröð.

Fyrsti keppnisdagurinn var eins og segir í gær föstudaginn 6. apríl og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag.

Sjá má stöðuna á Terre Blanche Ladies Open 2018 SMELLIÐ HÉR: