Ragnhildur Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2023 | 12:00

LET Access: Ragnhildur varð T-23 á Capio Ogon Trophy

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tók þátt í Capio Ogon Trophy, sem er mót á Ahlsell Nordic Golf Tour, sem er hluti af LET Access, 2. sterkustu kvenmótaröð í Evrópu.

Mótið fór fram dagana 4.-6. júlí 2023 í Uppsala Golfklubb í Uppsölum, Svíþjóð.

Ragnhildur lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (75 76 71) og varð T-23 þ.e. deildi 23. sætinu, með 5 öðrum kylfingum, sem er fínn árangur!!!!

Sú sem sigraði í mótinu var hin danska Sofie Kibsgaard Nielsen, en hún sigraði í bráðabana við þær Hönnuh McCook frá Skotlandi og Natachu Host Husted frá Danmörku, en allar léku þær á samtals 1 undir pari, 215 höggum, hver. Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Nielsen sigur.

Sjá má lokastöðuna á Capio Ogon Trophy mótinu með því að SMELLA HÉR: