Ragnhildur Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 13:30

LET Access: Ragnhildur lauk keppni T-35 á Västerås Open

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tók þátt í móti vikunnar á LET Access, Västerås Open.

Hún komst í gegnum niðurskurð og hafnaði í 35. sæti í mótinu, en sætinu deildi hún með 7 öðrum kylfingum

Skor Ragnhildar var samtals 7 yfir pari, 223 höggum (72 74 77).

Hin danska Puk Lyng Thomsen sigraði í mótinu á samtals. 8 undir pari og átti heil 4 högg á næsta keppanda.

Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: