Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2015 | 19:30

LET Access: Ólafía varð í 25. sæti á Azores Ladies Open

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hafnaði í 25. sæti á Azores Ladies Open í dag.

Ólafía Þórunn átti vonbrigða 3. hring upp á 81 ólukkans högg, eftir gott gengi á fyrstu tveimur dögunum.

Samtals lék Ólafía Þórunn á 12 yfir pari, 228 höggum (75  72  81).

Sigurvegari í mótinu varð hin þýska Karoline Lampert á samtals 2 undir pari,  214 höggum (71 70 73).

Lampert var jafnframt sú eina sem lék undir pari í mótinu. Sjá má kynningu Golf 1 á Lampert með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Azores Ladies Open SMELLIÐ HÉR: