Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2016 | 05:00

LET Access: Ólafía Þórunn T-27 e. 1. dag á ASGI mótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR er T-27 þ.e. deilir 27. sætinu ásamt 11 öðrum á ASGI Ladies Open. Lítill munur er á keppendum þannig að einungis 2 högg aðskilja t.a.m. 27. og 10. sætið.

Ólafía Þórunn byrjaði á 10. teig, 1. keppnisdag. Hún lék 1. hring á sléttu pari, fékk 1 skolla og 1 fugl en að öðru leyti stöðug.

Sú sem er í efsta sæti eftir 1. dag er í nokkrum sérflokki en hún lék 1. hring á 9 undir pari, 63 höggum, en þetta er Carolina Gonzalez Garcia frá Spáni.

Leikið er í Gams-Werdenberg Golf Club, Gams, Sviss, dagana 28.-30. apríl 2016.

Til þess að sjá stöðuna á ASGI mótinu eftir 1. dag og til að fylgjast með í dag, 2. keppnisdag  SMELLIÐ HÉR: