Ólafía Þórunn, GR, Islandsmeisterin im Zählspiel 2014
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 10:00

LET Access: Ólafía Þórunn hefur leik á 1. atvinnumannsmótinu sínu í Strasbourg í dag!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR hefur leik á Open Generali de Strasbourg mótinu í Strasbourg, Frakklandi í dag, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið er þriggja hringja og stendur dagana 25.-27. september.

Skorið verður að venju niður eftir 2 hringi og þær sem ná gegnum niðurskurð fá að spila lokahringinn.

Þetta er fyrsta mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt á, á atvinnumannamótaröð.

Ólafía Þórunn fer út kl. 13:36 að staðartíma, sem er eftir u.þ.b. 1 1/2 tíma hér hjá okkurá Íslandi eða kl. 11:36 að íslenskum tíma.

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu SMELLIÐ HÉR: