Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 10:00

LET Access: Ólafía Þórunn lauk leik í 21. sæti – Valdís Þóra varð T-34 í Belgíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 21. sæti á LET Access móti, sem fram fór í Belgíu.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni komst einnig í gegnum niðurskurðinn á mótinu og endaði hún í 34.–35. sæti.

Ólafía, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, náði góðum lokahring, þar sem hún lék á 70 höggum, en Valdís Þóra lék á 75 höggum.

Ólafía lék á +3 samtals (75-74-70) en Valdís var á +6 (74-73-75).

Ólafía er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi mætir í titilvörnina í næstu viku á Garðavelli og Valdís Þóra verður einnig á meðal keppenda á heimavelli sínum á Akranesi.

Sjá má lokastöðuna á belgíska LET Access mótinu – CitizenGuard LETAS Trophy með því að SMELLA HÉR: