Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 00:01

LET Access: Ólafía Þórunn lauk keppni í 11. sæti í Belgíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk leik í  11. sæti LETAS Trophy, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið fór fram í Royal Waterloo golfklúbbnum í Belgíu.

Ólafía Þórunn lék á samtals 1 undir pari, 218 höggum (73 70 75).

Sigurvegari mótsins var Anne Van Dam frá Hollandi en hún lék á samtals 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: