Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2015 | 17:00

LET Access: Ólafía Þórunn í 1. sæti á WPGA International Challenge – á 68 glæsihöggum!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í síðasta mótinu á LET Access mótaröðinni í ár.

Mótið fer fram á Nayland Hotel Golf & Spa í Englandi.

Eftir 1. hring er Ólafía Þórunn efst þ.e. T-1, ásamt Natalíu Escuriola, frá Spáni, en báðar hafa leikið á stórglæsilegu skori, 4 undir pari, 68 höggum!!!

Valdísi Þóru er líka að ganga vel en hún er í 10. sæti (af 96 keppendum) á 72 höggum eða sléttu pari eftir 1. dag!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring WPGA International Challenge SMELLIÐ HÉR: