Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 18:00

LET Access: Ólafía T-8 og Valdís í 11. sæti e. 2. dag í Englandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í síðasta mótinu á LET Access mótaröðinni í ár.

Mótið fer fram á Nayland Hotel Golf & Spa í Englandi.

Ólafía lék á 74 höggum í dag og við það fór hún niður í 8. sætið sem hún deilir með öðrum keppanda, s.s. T-8.

Valdís lék aftur á 72 höggum í dag og er ein í 11. sæti. Stórglæsilegur árangur hjá stúlkunum okkar!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring WPGA International Challenge SMELLIÐ HÉR: