Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 00:01

LET Access: Ólafía T-5 e. 2. dag í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í Norrporten Ladies Open í Sundsvall, Svíþjóð.

Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni

Ólafía Þórunn er flogin í gegnum niðurskurð eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari, 143 höggum (71 72) og er T-5 þ.e. deilir 5. sætinu með þeim Oonu Varitainen frá Finnlandi og Nataliu Escoriola Martinez frá Spáni.

Efst e. 2. dag er finnska stúlkan Krista Bakker á samtals 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Norrporten Ladies Open SMELLIÐ HÉR: