Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 15:00

LET Access: Ólafía og Valdís komust ekki gegnum niðurskurð í Svíþjóð

Hvorki Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR né Valdís Þóra Jónsdóttir, GL komust í gegnum niðurskurð á Sölvesborg Ladies Open, í Sölvesborg, Svíþjóð.

Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Valdís Þóra átti þó stórglæsilegan hring upp á 2 undir pari, 70 högg, sem var 11 högga sveifla frá deginum áður.

Hún var því samtals á 7 yfir pari, 151 höggi (81 70) og munaði aðeins 3 höggum á að hún kæmist gegnum niðurskurð.

Ólafía Þórunn spilaði á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (75 78) og var 5 höggum frá að komast gegnum niðurskurð sem miðaður var við 4 yfir pari.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn í Sölvesborg SMELLIÐ HÉR: