Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 10:30

LET Access: Ólafía lauk leik í 15. sæti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk keppni í 15. sæti á CreditGate24 GolfSeries Hamburg Open mótinu í Hamborg Þýskalandi en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: Í einkaeigu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: Í einkaeigu

Mótið fór fram í Treudelberg Golf & Country Club dagana 30. júlí – 1. ágúst 2015.

Ólafía Þórun lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (74 73 71).  Það var finnska stúlkan Krista Bakker sem sigraði á 9 undir pari.

Með þessum góða árangri hlýtur Ólafía Þórunn  1.530 stig og er í 17. sæti á stigalista LET Access, sem er geysigóður árangur á 1. ári á LET Access – vonandi kemst Ólafía Þórunn síðan strax á LET!!!  Sjá má stöðulista LET Access með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót sem Ólafía spilar á er Norrporten Ladies Open, sem hefst 5. ágúst í Sundsvall í Svíþjóð og verður móðir hennar Elísabet Erlendsdóttir í starfi kylfubera.

Sjá má lokastöðuna í CreditGate24 GolfSeries Hamburg Open mótinu með því að SMELLA HÉR: