Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2019 | 18:00

Symetra: Ólafía komst g. niðurskurðinn

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Symetra Tour, Prasco Charity Championship.

Mótið fer fram dagana 28.-30. júní 2019 í Cincinnati, Ohio og lýkur því á morgun.

Ólafía Þórunn komst léttilega í gegnum niðurskurð, sem var miðaður við samtals 2 yfir pari eða betra og spilar því á morgun, sunnudag!

Ólafía Þórunn er búin að spila á sléttu pari, 144 höggum (72 72) og er sem stendur T-32, en nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka hringjum sínum þannig að sætistala hennar gæti enn breyst. Glæsileg!!!

Efst í mótinu er franski kylfingurinn Perrine Delacour, en hún hefir spilað á samtals 10 undir pari, 134 höggum (70 64) – Sjá má eldri kynningu Golf1 á Delacour með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Prasco Charity Championship að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: