LET Access: Ólafía endaði í 16. sæti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, endaði í 16. sæti á Terre Blanche atvinnumótinu sem lauk í Frakklandi í dag. GR-ingurinn lék lokahringinn á 72 höggum eða -1en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni.
Samtals lék Ólafía hringina þrjá á -1 (74-72-72) en par vallarins er 73.
Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR:
Ólafía var í góðri stöðu fyrir lokahringinn á pari samtals eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 74 og 72 höggum en par vallar er 73 högg.
Ólafía sagði í samtali við golf.is í Frakklandi að hún væri ánægð með þessa byrjun á keppnistímabilinu. „Ég hef æft mikið og vel í vetur og hef ekki keppt frá því á úrtökumótinu í Marokkó í desember. Það var margt gott í leik mínum og ég er bjartsýn á framhaldið,“ sagði Ólafía.
Þetta var fyrsta mót keppnistímabilsins hjá Ólafíu en hún er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni og er aðeins þriðji íslenski kylfingurinn sem nær að tryggja sig inn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir náði því fyrst allra og Birgir Leifur Hafþórsson fylgdi þar á eftir.
Næsta mót hjá Ólafíu verður í lok apríl á LET Access mótaröðinni í Sviss en hún mun leika á eins mörgum mótum á LET Access og hægt er. Nýliðar á LET Evrópumótaröðinni eru ekki með stig á styrkleikalistanum til þess að komast inn á öll mót og þarf Ólafía því að nýta hvert tækifæri sem hún fær til hins ítrasta. Fyrsta mótið sem Ólafía er örugg með á LET Evrópumótaröðinni er í byrjun maí í Marokkó. Þaðan á hún góðar minningar en Ólafía tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á lokaúrtökumótinu í desember s.l. en mótið fór fram í Marokkó.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
