Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2018 | 23:00

LET Access: Guðrún Brá varð T-27 á Bossey Ladies mótinu!

Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2018, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR tóku þátt á móti vikunnar á LET Access, Bossey Ladies Championship 2018.

Mótið fór fram í Association du Golf & Country Club de Bossey, í Bossey, Frakklandi.

Guðrún Brá lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (70 70 75) og varð T-27, þ.e. deildi 27. sætinu með 7 öðrum kylfingum.

Berglind lék á 11 yfir pari, 153 höggum (75 78) og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð, sem var miðaður við 5 yfir pari eða betra.

Sigurvegari í mótinu varð Elia Folch frá Spáni, en hún lék á samtals 10 undir pari, 203 höggum (66 68 69).

Sjá má lokastöðuna á Bossey Ladies Championship 2018 með því að SMELLA HÉR: